154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[15:40]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég ætla aðeins að koma að spurningu hv. þingmanns er varðar greiningu á framlögum varðandi endurgreiðsluna og kynjagreiningu á því hvort það myndi þá ná auknu jafnrétti. Þetta er greining sem kom ekki til kasta okkar, mitt ráðuneyti hafði ekki séð þetta. Nú erum við að leita fanga og fá frekari upplýsingar um þetta. En eitt er ljóst, þ.e. að 35% halda. Sú löggjöf er í menningar- og viðskiptaráðuneytinu og er gríðarlega mikilvæg til þess að tryggja fyrirsjáanleika í íslenskum kvikmyndaiðnaði.